Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. 16.11.2019 08:00
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13.11.2019 09:27
Amma hennar kom til Íslands - sem hárkolla Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - norska listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. 11.11.2019 22:53
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11.11.2019 09:33
Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10.11.2019 21:15
Hvernig Möðruvellir tengja Hannes Hafstein, Davíð Stefánsson, Nonna og Ljótu hálfvitana Sóknarpresturinn séra Oddur Bjarni Þorkelsson fræddi áhorfendur um Möðruvelli í Hörgárdal í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. 10.11.2019 08:00
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6.11.2019 22:39
Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna. 5.11.2019 20:45
Lærðu hjúkrun og jarðfræði en starfa bæði sem kúabændur Þau Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson á bænum Litla-Dunhaga eru handhafar umhverfisverðlauna Hörgársveitar í ár. Þau eiga tvö ung börn, einbeita sér að kúabúskap og eru með milli fimmtíu og sextíu mjólkandi kýr í róbótafjósi. 5.11.2019 10:59
Hörgdælir segja tindinn miklu fallegri sín megin og ekki heita Hraundrangi Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, nota annað nafn. 4.11.2019 20:28