Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21.6.2019 10:51
Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20.6.2019 21:37
Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20.6.2019 16:54
Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19.6.2019 21:40
Þróa sjálfvirka sævængi til að láta vindinn draga skip áfram "Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðum á flugtækni. 19.6.2019 16:42
Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Fyrir færeyskt efnahagslíf eru þessir samningar álíka stórir og kaup Icelandair á Boeing 737 MAX-vélunum árið 2012. 19.6.2019 10:50
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18.6.2019 22:51
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18.6.2019 22:14
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17.6.2019 23:05
Þristarnir fljúga aftur heim frá Normandí Fyrsti þristurinn, af þeim fimmtán, sem flugu frá Ameríku um Reykjavík í síðasta mánuði á leið til Normandí, er nú aftur kominn til Íslands á heimleið til Bandaríkjanna. 17.6.2019 13:49