Tuttugu nýjar íbúðir í byggingu á Laugarvatni Heimamenn á Laugarvatni vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið því það er svo mikil uppbygging á staðnum og mikið af nýjum húsum í byggingum að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sést. 27.1.2024 20:30
Landsmenn hvattir til að telja fugla í görðum sínum Landsmenn eru hvattir til að telja fugla í görðum sínum um helgina en Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer einmitt fram í dag og á morgun. Eingöngu á að telja þá fugla, sem eru í garðinum, ekki þá sem fljúga yfir. 27.1.2024 13:03
Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26.1.2024 20:30
Heilmikið byggt í Borgarnesi Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. 24.1.2024 21:03
Sex innbrot inn á heimili í Árborg Lögreglunni á Suðurlandi hefur fengið tilkynningu um sex innbrot inn á heimili í Árborg í desember síðastliðnum og það sem af er janúar. Þar af voru þrjú þeirra á gamlárskvöld og nýársdagsmorgun. Svo virðist sem að í flestum tilfellum hafi verið að ræða þjófnaði á skartgripum og reiðufé. Málin eru í rannsókn hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi en enginn hefur verið handtekinn vegna þeirra. 23.1.2024 20:30
Sextán ára snillingur á Selfossi í andlitsmyndum Sextán ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála andlitsmyndir af fólki því hún hefur náð svo flottum árangri með myndirnar sína. 22.1.2024 20:30
Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Það eru engu líkara en hestar í Þorlákshöfn séu meðvitaðir um hvað sé góð endurnýting því margir þeirra éta jólatré með bestu lyst. 21.1.2024 20:30
Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. 21.1.2024 13:04
Vinnuvélar og dráttarvélar til sýnis í Borgarnesi Traktorar og vinnuvélar eiga allan hug manns í Borgarnesi, sem er nú með sýningu á módelum sínum í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sjón er sögu ríkari. 20.1.2024 19:12
Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgarnesi Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna. 20.1.2024 14:03