Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgarnesi Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna. 20.1.2024 14:03
Þrír kiðlingar fæddir – Vorstemming í sveitinni Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu. 17.1.2024 22:01
Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. 13.1.2024 20:31
Tollar í landbúnaði og geðheilbrigði bænda Fulltrúar ungra bænda eru nú staddir í Mýrdalnum þar sem þeir halda aðalfund sinn og fara yfir brýnustu málefni landbúnaðarins og það sem fram undan er. Á fundinum er meðal annars rætt um tolla á búvörum og geðheilbrigði bænda. 13.1.2024 16:00
Ellefu metra há rennibraut á Sauðárkróki Mikil spenna er á meðal íbúa í Skagafirði en nú styttist óðum í að nýtt afþreyingarsvæði við sundlaugina á Sauðárkróki opni þar sem nokkrar rennibrautir verða, meðal annars einn elleftu metra há. 9.1.2024 20:31
„Þetta voru vinir mínir, skepnurnar” Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi. 8.1.2024 20:03
Ný ríkisstofnun með engar höfuðstöðvar Ný ríkisstofnun, Land og skógur varð til um áramótin en hún tekur við hlutverkum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, sem hafa verið lagðar niður. Um 140 starfsmenn starfa hjá nýju stofnuninni á átján starfsstöðvum um land allt. 7.1.2024 20:30
Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7.1.2024 13:32
Forystukindin Mæja og mandarínurnar hennar Forystukindin Mæja á Eyrarbakka er engin venjuleg kind því það sem henni þykir best að borða eru mandarínur, helst með berkinum og svo er hún líka hrifin af allskonar grænmeti. 6.1.2024 20:04
Skipulagðar gönguferðir slá í gegn á nýju ári Mikill áhugi er fyrir allskonar skipulögðum gönguferðum um landið nú í upphafi árs. Ein af göngunum er raðganga í þremur hlutum á milli vita þar sem Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn koma við sögu. 6.1.2024 13:30