Fjórir ættliðir sungu á Skagaströnd í morgun Sá merkilegi atburður átti sér stað í kirkjunni á Skagaströnd í morgun að fjórir ættliðir sungu saman í guðsþjónustu í Hólaneskirkju með kirkjukórnum. Þetta voru þær Guðrún 86 ára, Hallbjörg eldri, sem er 59 ára, Jenný Lind 37 ára og Hallbjörg yngri, sem er 21 árs. Stjórnandi og organisti kórsins er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. 30.10.2022 16:30
Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. 30.10.2022 15:04
Lóðaskortur á Ísafirði Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. 30.10.2022 09:04
Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. 29.10.2022 13:05
Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28.10.2022 20:08
Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri? „Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum. 25.10.2022 21:06
10 ára smalastrákur fer á kostum með tíkinni Gló Tíu ára strákur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kallar ekki allt ömmu sínu þegar kemur að því að smala kindum með hundi. Hann notar allskonar hljóðskipanir á hundinn, sem hlýðir öllu, sem strákurinn biður hann um að gera. 24.10.2022 20:05
Mikil ánægja er með Svæðisgarð Snæfellsnes Mikil ánægja er með Svæðisgarð Snæfellsnes, sem hefur verið til í átta ár en um er að ræða samstarf fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á svæðinu. Garðurinn byggir á sameiginlegri sýn um sérstöðu Snæfellsnes. 23.10.2022 21:05
Enginn launamunur kynjanna hjá Sveitarfélaginu Árborg Í fyrsta skipti í sögu Sveitarfélagsins Árborgar er nú engin launamunur á milli kynjanna hjá þeim þúsund starfsmönnum, sem vinna hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn segist verða gríðarlega stoltur af þessu árangri. 23.10.2022 13:04
Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu. 22.10.2022 21:04