Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vörur Örnu í Bolungar­vík til Banda­ríkjanna

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík gerir það nú gott því útflutningur á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna er hafinn á fullum krafti. Um er að ræða skyr og gríska jógúrt til að byrja með.

Sóley Embla er íbúi númer ellefu þúsund í Árborg

11 þúsundasti íbúi Sveitarfélagsins Árborgar var heiðraður nú síðdegis en það var lítil stúlka, sem fæddist 21. júní og hefur hún verið nefnd Sóley Embla. Foreldrar hennar eru Sindri Freyr Ágústsson úr Þorlákshöfn og Helena Guðmundsdóttir frá Selfossi en fjölskyldan býr á Selfossi.

Samviskusamur köttur hjá Icewear á Akureyri

Læðan Ágústa er magnaður köttur á Akureyri því hún lítur á sig, sem einn af starfsmönnum Icewear í göngugötunni enda situr hún meira og minna allan daginn við afgreiðsluborðið. Þá bíður hún við dyrnar á morgnanna eftir því að verslunin opni, enda samviskusöm með eindæmum þegar vinnan er annars vegar.

Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi

Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda.

Kökuskreytingar slógu í gegn á Selfossi

Á þriðja hundrað unglingar tóku þátt í kökuskreytingasamkeppni síðdegis á Unglingalandsmótinu á Selfossi þar sem þemað var eldgos og flugeldasýning.

Harmoníkkuhátíð á Borg í Grímsnesi alla helgina

Mikið stuð og stemming er á Borg í Grímsnesi um helgina þar sem harmonikkusnillingar landsins eru komnir saman til að skemmta sér og öðrum. Harmonikkuböll eru haldin á kvöldin í félagsheimilinu og þess á milli er spilað saman á tjaldsvæðinu. Einnig er spilað á sög á svæðinu og á saxófóna.

Guðni forseti lét foreldra heyra það

Forseti Íslands vakti athygli á ósæmilegri hegðun foreldra, sem koma ekki nógu vel fram á hliðarlínunni þegar börn þeirra eru að keppa í íþróttum, þegar hann flutti ávarp við setningu Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands á Selfossi í gærkvöldi.

Sjá meira