Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7.7.2022 20:04
Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. 7.7.2022 10:05
Fyrstu tömdu hreindýrin á Íslandi til sýnis Fyrsti hreindýradýragarður landsins hefur verið opnaður en hann er á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Í garðinum eru þeir Garpur og Mosi, rúmlega eins árs gamlir en þeim var bjargað agnarsmáum móðurlausum uppi á heiði. Garpur var þá þriggja daga gamall og Mosi átta daga. 6.7.2022 21:03
Yrðlingur og hundur bestu vinir á Mjóeyri á Eskifirði Tíkin Skotta og nokkra vikna yrðlingur á bænum Mjóeyri við Eskifjörð eru bestu vinir og leika sér mikið saman. Þá er mjög gæf maríuerla líka á bænum og heiti potturinn á staðnum vekur sérstaka athygli. 5.7.2022 21:01
Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4.7.2022 20:06
Fjölmenn útimessa í Arnarbæli í Ölfusi Fjölmenni kom saman í útimessu í Arnarbæli í Ölfusi í dag í góðu veðri. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiddi söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Boðið var upp á messukaffi í lok guðsþjónustunnar. 3.7.2022 17:48
Nóg af lausum plássum í leikskólanum í Neskaupstað Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri í Neskaupstað auglýsir eftir fleiri börnum í leikskóla staðarins því þar sé nóg af lausum plássum. Leikskólinn er í nýju og glæsilegu húsnæði fyrir 120 börn. 3.7.2022 08:16
Fáskrúðsfirðingar eru í skýjunum með nýja Hoffellið Mikil ánægja er á Fáskrúðsfirði með nýjasta skipið í bæjarfélaginu, uppsjávarskipið Hoffell, sem Loðnuvinnslan var að kaupa en það var smíðað í Danmörku. Hoffellið er nú á makrílveiðum fram í september. 1.7.2022 20:06
Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. 30.6.2022 20:05
Brjálað að gera hjá glæsilegri prjónastofu á Hvammstanga Ein glæsilegasta prjónastofa landsins er á Hvammstanga en þar er meira en nóg að gera við að framleiða vörur úr íslenskri ull. Teppi með íslenska fánanum rjúka út eins og heitar lummur. 28.6.2022 21:05