Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki síðasti dagurinn til að sækja um framlengingu

Búið er að framlengja almenna heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna. Heimildin var framlengd til og með 31. desember 2024 en sækja þarf um hana fyrir lok september.

Lands­virkjun flytur vegna myglu

Landsvirkjun er búin að flytja höfuðstöðvar sínar úr Háaleitisbraut 68 vegna myglu sem fannst þar síðasta haust. Frekari rannsóknir sýndu að umfang myglunnar var töluvert. Höfuðstöðvarnar verða nú tímabundið að Katrínartúni 2 í Reykjavík.

Mæðgin látin eftir harm­leik í Eystra­salti

Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin.

Harry og Meghan búin að skila lyklunum

Harry Bretaprins og Meghan Markle var gert að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage) í mars á þessu ári. Um er að ræða híbýli hjónanna á lóð Windsor-kastala sem staðsettur er vestur af Lundunúm. Hjónin eru nú búin að tæma bústaðinn og skila lyklunum að þeim.

Lengri gjald­skylda og sunnu­dagar ekki lengur ó­keypis

Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Skiptu þrisvar um erindi

Ingi Þór Þórhallsson gaf á dögunum út sitt annað lag, sem heitir Þú. Lagið gaf hann út í samstarfi við Kristinn Óla Haraldsson, eða Króla eins og hann er gjarnan kallaður.

Giftist fyrrverandi bestu vinkonu dóttur sinnar

Richard Keys, fyrrverandi fjölmiðlamaður á Sky Sports, og Lucie Rose gengu í það heilaga um helgina. Fyrrverandi eiginkona Richard skildi við hann árið 2016 eftir að upp komst um framhjáhald hans með bestu vinkonu dóttur hans, Lucie Rose.

Toppur verður að Bonaqua

Vörumerkið Toppur mun brátt heyra sögunni til. Nafnabreyting verður á vörunni í sumar og mun drykkurinn framvegis kallast Bonaqua. Engin breyting verður þó á bragði eða þeim bragðtegundum sem í boði eru.

Sjá meira