Segir Vesturlönd haga sér eins og glæpamenn Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í dag að Vesturlönd séu að haga sér eins og glæpamenn með því að beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en ráðamenn í Rússlandi hafa reyndar viljað kalla hana „sérstaka hernaðaraðgerð.“ 5.3.2022 13:57
Furðar sig yfir fjarveru kvenna í viðræðum um frið Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, furðar sig á því að konur hafi ekki aðkomu að friðarviðræðum sendinefnda Rússlands og Úkraínu. 5.3.2022 13:14
Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5.3.2022 12:42
Britney gefur í skyn að hún sé gengin í hnapphelduna Bandaríska söngkonan Britney Spears og Sam Asghari virðast hafa gengið í það heilaga því í færslu á Instagram kallar hún Sam „eiginmann“ sinn. 5.3.2022 10:06
Nokkrir snarpir skjálftar NV af Kolbeinsey Í morgun reið yfir lítil jarðskjálftahrina NV af Kolbeinsey. 5.3.2022 09:40
Skorar sérstaklega á eigendur fjölmiðla á Íslandi Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, skorar á alla sem vettlingi geta valdið að leggja söfnuninni lið en alveg sérstaklega eigendur fjölmiðla á Íslandi. 4.3.2022 16:40
Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka. 1.3.2022 14:24
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1.3.2022 13:32
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28.2.2022 15:28
Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. 28.2.2022 13:25