Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dá­sam­legt sam­fé­lag sem hefur aldrei náð sér eftir á­fallið

Í dag er aldarfjórðungur frá því mannskætt snjóflóð féll á Flateyri. Hugur manns sem bjargaðist úr flóðinu er hjá þeim tuttugu sem létust og aðstandendum þeirra. Það er hans mat að samfélagið hafi aldrei náð sér eftir hörmungarnar, innviðir þess hafi hrunið.

Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19

Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum.

Handtekinn fyrir að hafa hrópað að ungmennum og berað sig

Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag.

„Færum geðið inn í ljósið“

Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið.

Vilja varð­skipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flat­eyri

Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni.

Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða

Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun.

Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús.

Sjá meira