Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“ Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. 8.7.2019 21:00
Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. 8.7.2019 19:00
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3.7.2019 20:09
Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Formaður félags fanga segir stjórnvöld hafa sýnt málaflokkinum lítinn áhuga. 2.7.2019 20:57
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2.7.2019 18:44
Gagnrýnin á herta stefnu í vímuefnamálum: „Það er verið að refsa veiku fólki“ Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. 1.7.2019 19:15
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1.7.2019 19:00
Björgunarsveitarmanni ekki vikið úr starfi þrátt fyrir nauðgunarkæru Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörgu, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til merðferðar hjá héraðssaksóknara. 4.6.2019 18:48
Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3.6.2019 19:00
Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3.6.2019 13:15