Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 19:00 Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent