Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2.5.2019 16:03
Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“ Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. 22.4.2019 20:00
Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. 21.4.2019 19:00
Bensínverð ekki verið hærra í fjögur og hálft ár: „Það er meiri samkeppni en áður“ Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. 21.4.2019 19:00
Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20.4.2019 19:00
Lánafyrirgreiðslur Isavia til WOW „standist ekki nokkra skoðun“ Lögmaður eiganda flugvélar WOW air sem kyrrsett er í Keflavík segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa flugfélaginu að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði. 20.4.2019 12:15
Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar. 19.4.2019 19:15
Þögul mótmæli á Austurvelli Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. 19.4.2019 12:55
Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt. 19.4.2019 12:20