Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. apríl 2019 19:00 Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira