Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25.1.2018 18:45
Vilja endurskoða mönnun á deildinni Yfirlæknir og yfirhjúkrunarfræðingur segja að mikilvægt sé að nýburagjörgæsludeild sé í stakk búin til að takast á við álagstoppa. 21.1.2018 20:10
Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. 21.1.2018 18:54
Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. 21.1.2018 12:30
Uppeldisaðferðin RIE hefur slegið í gegn Uppeldisaðferðin RIE eða virðingarríkt tengslauppeldi hefur slegið í gegn meðal foreldra á Íslandi undanfarna mánuði en hún gengur meðal annars út á frjálsan leik barna. Í dag var opnaður ævintýraleikvöllur undir áhrifum hennar en þangað mætti fjöldi barna sem léku sér við efnivið á borð við spítur, pappakassa og klósettrúllur. 20.1.2018 20:00
Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20.1.2018 20:00
Gagnrýnir hertar reglur um heimsóknir barna í fangelsi landsins Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir reglurnar vera of íþyngjandi, bæði fyrir fanga og börn þeirra. 20.1.2018 13:36
Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19.1.2018 18:30
Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. 16.1.2018 21:00
Ekki liggur fyrir hvenær neysluvatn mun standast ítrustu gæðakröfur á ný: „Eftir sem áður veldur það ekki hættu“ Fullyrt hefur verið að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sé nú drykkjarhæft og engin hætta á ferðum en tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er lengur talin þörf á að sjóða vatn en tilmæli um slíkt höfðutalsverð áhrif á starfsemi Landspítalans fram eftir degi. 16.1.2018 19:15