Eldur kviknaði inni á veitingastað í Ármúla Allir tiltækir dælubílar voru sendir á veitingastað í Ármúla um tíuleytið í kvöld. Eldurinn reyndist minni háttar. 6.7.2024 23:45
Rauðhærðir í brennidepli á vel sóttum írskum dögum Írskir dagar fóru fram í dag í blíðskaparveðri á Akranesi. Hátíðin var gríðarlega vel sótt. Rauðhærðasti Íslendingurinn var valinn og í kvöld fara fram tónleikar og annars konar skemmtun. 6.7.2024 23:34
N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. 6.7.2024 22:45
Tveir í haldi lögreglu vegna meintrar skotárásar Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í dag. Lögregla, sem naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, hefur lokið aðgerðum á vettvangi og rannsókn er á frumstigi. 6.7.2024 20:22
Sextán drepnir í loftárás á skóla Að minnsta kosti sextán manns létust í loftárás Ísraela á skóla á Gasa-svæðinu. Ísraelski herinn kveðst hafa hæft hryðjuverkamenn sem hafi komið sér fyrir innan veggja skólans. 6.7.2024 19:41
Emmsjé Gauti laumaði sér á Landsmót fyrir tónlistarmyndband Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni. 6.7.2024 19:12
Kristrún segir mál sem skekið hafa Samfylkinguna ekki svarthvít Kristrún Frostadóttir segir eðlilegt að ágreiningur eigi sér stað innan breiðfylkingar og stórs flokks líkt og Samfylkingarinnar. Þannig svarar hún gagnrýni innan flokksins sem snýr að hjásetu flokksins við afgreiðslu nýrra útlendingalaga. 6.7.2024 06:31
Kristrún fagnaði með Starmer: „Mikill innblástur fyrir okkur“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnaði kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Keir Starmer. Kristrún segir Starmer meðvitaðan um uppgang Samfylkingarinnar á Íslandi. 5.7.2024 13:38
Ökumaðurinn á lífi en töluvert slasaður Ökumaður mótorhjóls, sem hafnaði utanvegar við Gígjukvísl í gær, er á lífi en töluvert slasaður. 5.7.2024 11:35
Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. 5.7.2024 11:13