Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“

Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin.

Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum

Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 

Verðbólgan aftur á uppleið

Verðbólga mælist 7,7 prósent miðað við verðlag í ágúst og hækkar í fyrsta sinn milli mánaða eftir samfellda lækkun frá mælingu í apríl. 

Björgunarmiðstöðin víkur fyrir lúxusíbúðum

Hluti hins svokallaða Reits 13, sem félagið Fjallasól í eigu Mata-systkina keypti, var í eigu björgunarsveita. Kópavogsbær er hafði milligöngu um kaup á lóðinni áður en hún var afhent verktökum.

„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir.

„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði.

Sjá meira