Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. nóvember 2023 20:55 Í umfjöllun NY Times er fjallað meðal annars um nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem samþykkti beiðnir um ófrjósemisaðgerðir frá foreldrum. Fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum segist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times. Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times.
Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira