Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13.3.2025 21:55
Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Manchester United er komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. United vann 5-2 samanlagt. 13.3.2025 21:55
Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Martin Hermannsson og félagar í þýska Alba Berlin hafa ekki unnið marga sigra í Euroleague deildinni í körfubolta í vetur en þeir unnu flottan sigur í kvöld. 13.3.2025 21:01
Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Fjögur lið eru komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að leikjum í fyrri leikjahópi kvöldsins er lokið. 13.3.2025 19:41
Markvörður FH fer heim til Keflavíkur FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld. 13.3.2025 19:12
Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Real Madrid komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað nágranna þeirra í Atlético de Madrid. Umgengi leikmanna liðsins var aftur á móti alls ekki til fyrirmyndar. 13.3.2025 19:02
Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu í kvöld í jafntefli á móti Austurríki á útivelli í undankeppni Evrópumótsins í handbolta. 13.3.2025 18:47
Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Julián Alvarez skoraði úr vítaspyrnu sinni í vítaspyrnukeppni Atlético de Madrid og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en vítið var dæmt ógilt. 13.3.2025 17:15
Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og það þrátt fyrir að vera ekki búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Hann nær þó hvorki metinu yfir yngsta fyrirliða Íslands í karlalandsleik, hvorki í vináttuleik né í keppnisleik. 13.3.2025 10:01
Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Baráttan um deildarmeistaratitilinn í Bónus deild karla í körfubolta mun standa á milli Tindastóls og Stjörnunnar en Njarðvíkingar eiga ekki lengur möguleika. 13.3.2025 09:32
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent