fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó

Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima.

Fólk farið að nota OpenAl gervi­greindina í sam­tals­með­ferðum

Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn.

„Það er geggjað að upplifa þessi Aha! móment stjórnenda“

„Við höldum á svo mörgum boltum á lofti alla daga. Ekki bara í vinnunni, heldur líka þegar að við komum heim. Þess vegna segjum við oft að það að fara til markþjálfa sé eins og að fara úr storminum í lognið,“ segir Anna María Þorvaldsdóttir stjórnendaþjálfi hjá Víðsýni.

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan.

„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau.

Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata

„Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir.

Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum

Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði.

Sjá meira