„Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. apríl 2024 10:00 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. Á mynd með Andrési er hinn 14 vetra gamli Strengur. Vísir/Vilhelm Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er stillt á 6.40 alla virka daga og sú stilling hefur ekki breyst í mörg ár. Þetta var fótaferðartíminn þegar krakkarnir okkar voru enn heima og þó þau séu fyrir löngu flogin úr hreiðrinu, hefur þessum tíma ekki verið breytt. Ég verð því að gera þá játningu að vera mjög vanafastur og hef tekið dræmt í hugmyndir eiginkonu minnar um allar breytingar í þessu efni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnanna? „Hér er allt í föstum skorðum líka, eftir sturtu og rakstur, er það fyrsti kaffibollinn með ristuðu brauði með osti. Eftir þessa fyrstu máltíð dagsins held ég fullur bjartsýni til móts við verkefni dagsins og er oftast mættur á skrifstofuna ekki seinna en klukkan hálf átta.“ Hver eru skemmtilegustu áhugamálin á þessum árstíma? „Á þessum tíma árs snýst tíminn fyrir utan vinnuna mikið um hestamennskuna, enda er hún eitt aðal áhugamálið. Ég sem sagt er einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi! Þegar þú ert með hesta á húsi fylgir því sú skylda að moka skít og gefa hey á hverjum degi ásamt því að hreyfa og þjálfa hestana. Hestum líður nefnilega best þegar þeir eru í passlegri þjálfun. Hestamennskan hefur fært mér óteljandi ánægjustundir, ekki síst í hinum fjölmörgu hestaferðum sem ég hef farið með vinum mínum vítt og breytt um landið.“ Það fylgir hestamennskunni að moka skít og gefa hey daglega en í skipulagi segir Andrés vikurnar nokkuð fyrirséðar í upphafi hverrar vikur. Þó geti alltaf eitthvað komið upp sem raski dagskránni. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Nú í vikunni hélt SVÞ upp á tuttugu og fimm ára afmæli samtakanna með frábærlega vel heppnaðri ráðstefnu sem sótt var af 250 manns. Það var varpað ljósi á hinar óteljandi áskoranir sem við fyrirtækjum í verslun og þjónustu blasa nú þegar allar breytingar í umhverfi fyrirtækja gerast með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Slíkt leggur auknar skyldur á hagsmunasamtök á borð við SVÞ um að halda vöku sinni og fylgjast vel með öllu sem er að gerast í umhverfinu. Það hefur því verið stóra verkefnið undanfarnar vikur að undirbúa ráðstefnuna, en ég tek það skýrt fram að mitt frábæra samstarfsfólk hefur borið hitann og þungann af undirbúningi ráðstefnunnar og þau lögðu sig öll fram um að gera ráðstefnuna eins glæsilega og raun bar vitni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með þeim þétta og góða hópi sem vinnur með mér hjá SVÞ tekst okkur að skipuleggja hverja viku í sameiningu á reglulegum starfsmannafundum okkar. Í hagsmunagæslunni liggur það oftast fyrir í upphafi hverrar viku hver helstu verkefnin eru sem liggja fyrir, hvaða umsögnum þarf að skila, hvaða fundir eru framundan og svo framvegis. Þannig að skipulagning vinnuvikunnar er oftast fremur auðveld, þó alltaf geti komið upp tilvik sem raska öllum plönum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Það fylgir því víst að vera morgunhani að vera líka kvöldsvæfur. Um klukkan hálf ellefu er það koddinn og dúnsængin sem eru mínir bestu vinir.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er stillt á 6.40 alla virka daga og sú stilling hefur ekki breyst í mörg ár. Þetta var fótaferðartíminn þegar krakkarnir okkar voru enn heima og þó þau séu fyrir löngu flogin úr hreiðrinu, hefur þessum tíma ekki verið breytt. Ég verð því að gera þá játningu að vera mjög vanafastur og hef tekið dræmt í hugmyndir eiginkonu minnar um allar breytingar í þessu efni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnanna? „Hér er allt í föstum skorðum líka, eftir sturtu og rakstur, er það fyrsti kaffibollinn með ristuðu brauði með osti. Eftir þessa fyrstu máltíð dagsins held ég fullur bjartsýni til móts við verkefni dagsins og er oftast mættur á skrifstofuna ekki seinna en klukkan hálf átta.“ Hver eru skemmtilegustu áhugamálin á þessum árstíma? „Á þessum tíma árs snýst tíminn fyrir utan vinnuna mikið um hestamennskuna, enda er hún eitt aðal áhugamálið. Ég sem sagt er einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi! Þegar þú ert með hesta á húsi fylgir því sú skylda að moka skít og gefa hey á hverjum degi ásamt því að hreyfa og þjálfa hestana. Hestum líður nefnilega best þegar þeir eru í passlegri þjálfun. Hestamennskan hefur fært mér óteljandi ánægjustundir, ekki síst í hinum fjölmörgu hestaferðum sem ég hef farið með vinum mínum vítt og breytt um landið.“ Það fylgir hestamennskunni að moka skít og gefa hey daglega en í skipulagi segir Andrés vikurnar nokkuð fyrirséðar í upphafi hverrar vikur. Þó geti alltaf eitthvað komið upp sem raski dagskránni. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Nú í vikunni hélt SVÞ upp á tuttugu og fimm ára afmæli samtakanna með frábærlega vel heppnaðri ráðstefnu sem sótt var af 250 manns. Það var varpað ljósi á hinar óteljandi áskoranir sem við fyrirtækjum í verslun og þjónustu blasa nú þegar allar breytingar í umhverfi fyrirtækja gerast með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Slíkt leggur auknar skyldur á hagsmunasamtök á borð við SVÞ um að halda vöku sinni og fylgjast vel með öllu sem er að gerast í umhverfinu. Það hefur því verið stóra verkefnið undanfarnar vikur að undirbúa ráðstefnuna, en ég tek það skýrt fram að mitt frábæra samstarfsfólk hefur borið hitann og þungann af undirbúningi ráðstefnunnar og þau lögðu sig öll fram um að gera ráðstefnuna eins glæsilega og raun bar vitni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með þeim þétta og góða hópi sem vinnur með mér hjá SVÞ tekst okkur að skipuleggja hverja viku í sameiningu á reglulegum starfsmannafundum okkar. Í hagsmunagæslunni liggur það oftast fyrir í upphafi hverrar viku hver helstu verkefnin eru sem liggja fyrir, hvaða umsögnum þarf að skila, hvaða fundir eru framundan og svo framvegis. Þannig að skipulagning vinnuvikunnar er oftast fremur auðveld, þó alltaf geti komið upp tilvik sem raska öllum plönum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Það fylgir því víst að vera morgunhani að vera líka kvöldsvæfur. Um klukkan hálf ellefu er það koddinn og dúnsængin sem eru mínir bestu vinir.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00
Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00
Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00
Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01
Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00