Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Tap Manchester United um liðna helgi þýðir að liðið er með 38 stig þegar 32 umferðum er lokið. Sama þó liðið vinni síðustu sex deildarleiki sína er ljóst að liðið endar með lægsta stigafjölda sinn frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. 15.4.2025 07:03
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira Það er rosaleg dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Besta deild kvenna í fótbolta rúllar af stað, 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram, umspilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst, úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta heldur áfram og svo er hafnabolti einnig á dagskrá. 15.4.2025 06:00
Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. 14.4.2025 23:15
McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Napoli vann Empoli 3-0 í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans í kvöld. Skotinn Scott McTominay skoraði tvö mörk á meðan Romelu Lukaku kom að öllum mörkum liðsins. 14.4.2025 20:59
Daði leggur skóna á hilluna Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hann sleit krossband árið 2023 og hefur ekki náð fullum bata þrátt fyrir að spila tvo leiki með Fylki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. 14.4.2025 20:01
Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, var ekki á hliðarlínunni þegar lið hans fór illa með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var á sjúkrahúsi vegna slæmrar lungnabólgu. 14.4.2025 19:30
Guðrún beið afhroð Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0. 14.4.2025 19:02
Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi. 14.4.2025 18:30
Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur áhyggjur af framtíð Max Verstappen eftir slaka byrjun á tímabilinu. 14.4.2025 18:00
Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 14.4.2025 11:01