Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. 23.1.2025 07:01
Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Fjöldi leikja í Evrópudeild karla í knattspyrnu er á boðstólnum sem og spennandi leikir í Bónus deild karla og kvenna í körfubolta. 23.1.2025 06:02
Feyenoord pakkaði Bayern saman Feyenoord vann nokkuð óvæntan 3-0 sigur á Bayern München í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Real Madríd fimm gegn Salzburg og Mílanó-liðin unnu 1-0 sigra. 22.1.2025 22:30
„Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu. 22.1.2025 21:50
„Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 22.1.2025 21:48
Noregur marði Spán Noregur vann Spán með minnsta mun á HM karla í handbolta, lokatölur 25-24. 22.1.2025 21:27
Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Gestirnir í Gróttu sáu aldrei til sólar þegar liðið mætti Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur 40-19. 22.1.2025 20:15
Brest mátti þola tap í Þýskalandi Fyrstu tveir leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Báðir þeirra fóru fram í Þýskalandi. Í Gelsenkirchen unnu „heimamenn“ í Shakhtar góðan sigur á Brest sem hefur verið spútniklið keppninnar til þessa. Þá vann RB Leipzig góðan 2-1 sigur á Sporting frá Lissabon. 22.1.2025 19:44
Þægilegt hjá Skyttunum Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Dinamo Zagrab í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 22.1.2025 19:32
Man City glutraði niður tveggja marka forystu Manchester City komst 2-0 yfir gegn París Saint-Germain í París í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Heimamenn sneru hins vegar bökum saman, skoruðu fjögur mörk og eru í ágætis málum á meðan Man City gæti fallið úr leik áður en komið er í útsláttarkeppnina. 22.1.2025 19:32