Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sak­sóknari sagður ó­hæfur í síðasta málinu gegn Trump

Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu.

Þrjá­tíu og fimm börn tróðust undir á jóla­há­tíð

Að minnsta kosti 35 börn eru látin eftir að hafa troðist undir á jólahátíð í Ibadan í Nígeríu í gær. Forsvarsmenn hátíðarinnar höfðu lofað peningaverðlaunum og mat fyrir gesti en íbúar segja rúmlega fimm þúsund börn hafa mætt, auk foreldra og annarra.

Musk og Trump valda upp­námi í Washington

Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk.

Skorar vestrið á hólm í 21. aldar ein­vígi

Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa.

Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi

Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot.

Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman

Meðlimir siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings héldu fyrr í desember leynilega atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan var um skýrslu nefndarinnar um Matt Gaetz, umdeildan fyrrverandi þingmann Repúblikanaflokksins sem Donald Trump tilnefndi um tíma í embætti dómsmálaráðherra, og var samþykkt að birta skýrsluna.

Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði

Ahmed al-Sharaa, valdamesti maður Sýrlands þessa dagana, vill að viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi verði felldar niður. Annars verði gífurlegar erfitt að endurbyggja Sýrland eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Hann segir endurbyggingu landsins vera í algjörum forgangi.

Rafbyssu beitt í fyrsta sinn

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu.

„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk

Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka.

Ræða sam­runa Honda og Nissan

Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn.

Sjá meira