Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trump kemur John­son til bjargar

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins.

Nokkura bíla á­rekstur á Vatnaleið

Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.

Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið

Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn.

Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“

Álfurinn Lilli, eða Buddy, stakk óvænt aftur upp kollinum í gær, 21 ári eftir að jólamyndin um þennan óhefðbundna aðstoðarmann jólasveinsins var frumsýnd. Svo virðist sem hann hafi gengið gegnum tímana tvenna.

Á­kall eftir rétt­mætari dreifingu á arði

Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu.

Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raun­veru­leika í pólitík

Stjórn Heimdallar, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir nýjan raunveruleika blasa við í stjórnmálum hér á landi og að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þegar landsfundinum sem átti að halda í haust var frestað til febrúar hafi sömu forsendur um veðurfar á Íslandi í febrúar legið fyrir og gera nú.

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024

Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana.

„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“

Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu.

„Ein allra besta jóla­gjöfin“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið.

„Ég veit að þér mun sömu­leiðis líða vel hér“

Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum.

Sjá meira