Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30.12.2024 22:30
Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð. 30.12.2024 22:11
Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. 30.12.2024 21:42
Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Álfurinn Lilli, eða Buddy, stakk óvænt aftur upp kollinum í gær, 21 ári eftir að jólamyndin um þennan óhefðbundna aðstoðarmann jólasveinsins var frumsýnd. Svo virðist sem hann hafi gengið gegnum tímana tvenna. 30.12.2024 21:05
Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu. 30.12.2024 19:01
Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Stjórn Heimdallar, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir nýjan raunveruleika blasa við í stjórnmálum hér á landi og að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þegar landsfundinum sem átti að halda í haust var frestað til febrúar hafi sömu forsendur um veðurfar á Íslandi í febrúar legið fyrir og gera nú. 30.12.2024 17:37
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. 26.12.2024 09:00
„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu. 22.12.2024 14:43
„Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22.12.2024 14:07
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22.12.2024 13:22