Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Af­skap­lega ró­leg“ nótt hjá lög­reglu­mönnum

Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Skutu niður eigin her­þotu yfir Rauða­hafi

Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen.

Ætla að fjölga lög­reglu­mönnum veru­lega

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Allir punktar stefnu­yfir­lýsingar ríkis­stjórnarinnar

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum.

„Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að dagurinn verði góður og farsæll fyrir íslensku þjóðina. Djúpt og ríkt traust ríkti milli hennar Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland.

Fimm látnir og tvö hundruð særðir

Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir.

Tveir ungir á 140 kíló­metra hraða

Löggregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í gærkvöldi og í nótt tvo unga ökumenn við ofsaakstur í Árbæ. Þá var maður vopnaður hnífi á skemmtistað í miðbænum handtekinn.

Vaktin: Ný ríkis­stjórn kynnt fyrir landanum

Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra.

Koma naum­lega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs

Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það.

Fimm­tugur geð­læknir ók bílnum

Lögreglan í Þýskalandi segir að maðurinn sem ók bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg sé fimmtugur og upprunalega frá Sádi-Arabíu. Hann er sagður hafa starfað sem læknir í Þýskalandi um árabil og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir.

Sjá meira