Svandís enn í leyfi þrátt fyrir tilkynningu um annað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er enn í veikindaleyfi þrátt fyrir að fram komi á vef Alþingis að hún taki sæti á þinginu á ný í dag. 23.3.2024 11:26
Seinka atkvæðagreiðslu um nýja vopnahlésályktun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun kjósa um nýja vopnahlésályktun á mánudag, en ekki í dag, eins og lagt var upp með. Atkvæðagreiðslunni er seinkað til þess að ráðið geti rætt tillöguna betur um helgina. 23.3.2024 10:29
Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. 23.3.2024 09:43
Níu bónorðsbréf til sömu konunnar innblásturinn að nýjustu plötunni Tónlistarkonan Emilíana Torrini stefnir á að gefa út sína fyrstu sólóplötu í tíu ár í júní. Innblásturinn að plötunni má segja að sé ævintýri líkastur en lögin á plötunni fjalla um níu bónorðsbréf sem móðir vinkonu hennar fékk á lífsleiðinni og fundust eftir að hún dó. 22.3.2024 23:34
„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22.3.2024 23:00
Starfsemi í lóninu vart forsvaranleg að mati lögreglu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur vart forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu við núverandi aðstæður en hætta er talin á loftmengun vegna eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. 22.3.2024 22:12
„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22.3.2024 21:36
Meta hvort hægt sé að nota hluta námunnar aftur Undirbúningur fyrir hækkun varnargarðanna norðan við Grindavík hefur staðið yfir í dag. Þá ætla sérfræðingar einnig að leggja mat á hvort hægt verði að sækja til þess efni í Melhólsnámu, eftir að hraun flæddi inn í hana í gær. 22.3.2024 21:26
Ströng innflytjendalög í Texas samþykkt af hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í dag gildistöku laga sem heimila lögregluyfirvöldum í Texas-ríki að handtaka fólk sem grunað er um að hafa farið ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 20.3.2024 00:08
Daði Freyr og Laufey spila á Lollapalooza Tveir Íslendingar munu koma fram á Lollapalooza tónlistarhátíðinni í Chicago-borg í Bandaríkjunum í sumar, Daði Freyr og Laufey. 19.3.2024 22:21