Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:26 Mikinn reyk lá yfir Rafah þegar Ísraelsher fór að gera árásir á borgina í dag. AP Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira