Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí 14.7.2023 15:51
Sjötíu og fimm prósent íbúa Seyðisfjarðar gegn sjókvíaeldi Félagasamtökin VÁ! stóðu í gær fyrir samstöðufundi á Seyðisfirði þar sem sjókvíaeldi í firðinum var mótmælt. Vakin var athygli á að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru mótfallin áformum um sjókvíaeldi á laxi í firðinum. 14.7.2023 14:06
Yfir þrjú hundruð Venesúelabúar kæra synjun um alþjóðlega vernd Útlendingastofnun synjaði yfir 360 hælisleitendum frá Venesúela um vernd á fyrri hluta árs. Meira en 330 þeirra hafa kært niðurstöðuna til kærunefndar útlendingamála. 14.7.2023 13:02
„Hæglætisveisla“ í Skagafirði um helgina Um helgina fer fram svokölluð hæglætishátíð að Fljótum í Skagafirði. Jakob Birgisson segist verulega spenntur fyrir viðburðinum en hann er meðal þeirra sem munu skemmta á hátíðinni. 14.7.2023 10:53
Slagsmál brutust út á kósovska þinginu og vatni skvett á forsætisráðherra Uppi varð fótur og fit á kósovska þinginu í dag þegar slagsmál brutust út og vatni var skvett á Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó. 13.7.2023 16:18
Synjað um byggingarleyfi: „Stórfjölskylduhús“ með baði og eldhúsi í hverju herbergi Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði á fundi í maí beiðni um byggingu 290 fermetra einbýlishúss við Blesugróf í Reykjavík. Á teikningum af húsinu mátti sjá að baðherbergi og eldhúskrók var að finna í öllum átta herbergjum hússins. 13.7.2023 13:59
Nýtt íbúðahverfi muni rísa á Veðurstofuhæð Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa. 13.7.2023 13:21
Succession og The Last of Us með flestar Emmy-tilnefningar Tilnefningar til Emmy verðlaunanna voru tilkynntar í dag en verðlaunahátíðin fer fram þann 18. september næstkomandi. Sjónvarpsþættirnir Succession og The Last of Us hlutu flestar tilnefningar. 12.7.2023 16:54
Icelandair flýgur til Innsbruck næsta vetur Icelandair hefur bætt nýjum skíðaáfangastað við áætlun sína næsta vetur, borginni Innsbruck í Austurríki. Flogið verður frá 27. janúar til 2. mars. 12.7.2023 15:46
Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12.7.2023 14:47