Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í eldgosinu á Reykjanesi. Fólk hefur streymt að gosinu í dag, misjafnvel vel búið til langrar göngu þótt veðrið sé gott. En um tuttugu kílametra ganga er fram og til baka að gosinu frá bílastæðinu við Suðurstrandarveg. 11.7.2023 18:00
Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11.7.2023 17:57
Vaktin: Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu á Reykjanesskaga Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Opnað var fyrir aðgengi fólks að gosinu eftir hádegi. Gangan er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka. 11.7.2023 06:02
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11.7.2023 00:05
Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10.7.2023 23:07
Netverjar tjá sig um eldgosið Eldgos er hafið við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Einu sinni sem oftar hafa íslenskir notendur Twitter sitt að segja um atburðinn. 10.7.2023 20:09
Gosið í takt við fyrri gos og fer rólega af stað Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 10.7.2023 18:20
Hættustig Almannavarna virkjað Hættustig Almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins sem hafið er við Litla-Hrút. 10.7.2023 17:45
Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“ Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. 10.7.2023 16:48
Landsbankinn varar við svikaskilaboðum Landsbankinn varar við smáskilaboðum sem viðskiptavinir bankans kunna að hafa fengið en skilaboðin eru ekki á vegum bankans. 7.7.2023 16:58