„Sagan endalausa“ í baráttunni við gróðureldana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 22:36 Viðbragðsaðilar hafa barist við gróðurelda frá upphafi eldgossins við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm/Arnar Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent