Tjölduðu á Arnarhóli í rigningunni fyrir dansgjörning Hópur ungra kvenna sem í morgun voru búnar að slá upp tjaldi í rigningunni vakti athygli gangandi vegfaranda, ekki síst vegna óútileguvæns veðurs. Vissulega ræddi ekki um útilegu heldur undirbúning fyrir listgjörning á vegum Hins hússins sem stelpurnar flytja í miðbæ Reykjavíkur í sumar. 9.6.2023 12:04
Bein útsending: Ársfundur Orkustofnunar Ársfundur Orkustofnunar fer fram í dag í Norðurljósasal Hörpu. Húsið opnar klukkan hálf níu en formleg dagskrá hefst klukkan níu. 9.6.2023 08:30
Leita að Íslendingum sem vilja finna milljón Hrefna Björk Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Viltu finna milljón?, og Arnar Þór Ólafsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Pyngjunnar, taka nú höndum saman við gerð nýrra sjónvarpsþátta sem munu bera heitið Viltu finna milljón? og leita nú að pörum sem eru tilbúin að taka þátt. 8.6.2023 16:44
Dómur yfir Snapchat-perranum staðfestur Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. 8.6.2023 16:32
Boðar áfrýjun í makrílmálinu og segir ríkið ekki hafa hafnað sátt Íslenska ríkið hefur boðað áfrýjun í makrílmálinu, máli Vinnslustöðvarinnar og Hugins gegn íslenska ríkinu, en dómur féll í héraðsdómi í fyrradag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkið ekki hafa hafnað sátt í málinu. 8.6.2023 11:24
Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum. 7.6.2023 16:23
Breyta merkinu án ótta við hæðni netverja Nýtt útlit lágvöruverslunarinnar Krónunnar var frumsýnt í dag. Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Krónunnar segir mikla spennu ríkja fyrir breytingunum og segist ekki hræðast gagnrýni netverja á nýja merkinu. 7.6.2023 14:49
Annasamur sólarhringur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út síðastliðinn sólarhring. Tvö útkallanna voru utan af sjó. 7.6.2023 12:15
Karlar leita í auknum mæli til Stígamóta Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að karlkyns brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar hjá samtökunum í auknum mæli. Hann greindi frá því í erindi sínu á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. 7.6.2023 11:31
Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. 7.6.2023 08:59