Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. 3.1.2026 15:21
Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Lögreglu barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, á öðrum tímanum í dag. Um að ræða árekstur tveggja bíla. 3.1.2026 14:57
Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Stein Olav Romslo, 32 ára stærðfræðikennari í Hagaskóla, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. 3.1.2026 14:40
Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Fjölskyldur ungmenna sem grunað er að hafi látið lífið í eldsvoða í skíðabæ í Sviss á gamlárskvöld bíða enn fregna frá yfirvöldum um nöfn hinna fjörutíu sem létust. Stjórnvöld í Sviss segja daga ef ekki vikur þar til upplýsingar um öll fórnarlömb liggja fyrir. 3.1.2026 11:48
Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Nýju vatnsrennibrautinni í sundlauginni í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Rúm vika er síðan rennibrautin, sem ber heitið Drekinn, var opnuð almenningi. 3.1.2026 11:27
Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og áður Pírata, hefur gefið kost á sér í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. 3.1.2026 10:35
Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í oddvitasætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Prófkjör fer fram 31. janúar. 3.1.2026 10:15
Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárás á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Hjónin hafa verið ákærð af bandarískum yfirvöldum fyrir fíkniefnahryðjuverk og kókaíninnflutning. 3.1.2026 09:28
Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma. 31.12.2025 15:12
„Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar um atkvæðagreiðslu vegna viðræðna við Evrópusambandið í Kryddsíld. 31.12.2025 14:35