Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15.2.2021 09:03
Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum varðandi landamærin Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær nýjum tillögum varðandi aðgerðir á landamærunum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15.2.2021 07:39
Goldman Sachs kaupir meirihluta í Advania Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs hefur fest kaup á meirihluta í Advania. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sjóðurinn bætist þannig í hluthafahóp Advania sem samanstendur meðal annars af VIA Equity og lykilstjórnendum á Norðurlöndum. Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda. 15.2.2021 07:23
Háspennulína þverar hringveginn Rafmagnslaust er í Fitjardal vegna háspennulínu sem slitnaði og þverar nú hringveginn, þjóðveg 1, milli Miðfjarðar og Víðidals á Norðurlandi. 15.2.2021 06:59
Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15.2.2021 06:45
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12.2.2021 10:58
Lögðu hald á nokkuð magn fíkniefna auk skotvopns Lögreglan á Austurlandi hefur á undanförnum vikum stöðvað tvær kannabisræktarnir í umdæminu. 12.2.2021 09:22
Trump mun veikari vegna Covid-19 en gefið var upp Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var mun veikari vegna Covid-19 í október síðastliðnum en gefið var upp opinberlega. Hann var með mjög lág súrefnisgildi í blóði á einum tímapunkti og lungnavandamál sem talið var tengjast lungnabólgu vegna kórónuveirunnar. 12.2.2021 08:48
Talsverð rigning í kortunum og líkur á vatnavöxtum Veðurstofa Íslands spáir allhvassri eða hvassri suðaustanátt um helgina með talsverðri rigningu sunnan- og austanlands, einkum á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. 12.2.2021 07:29
Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 12.2.2021 07:10