Allt að fimmtán stiga frost Það verður austan og suðaustan gola eða kaldi og bjart með köflum í dag en stinningskaldi og stöku él við suðurströndina að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 2.2.2021 06:59
Grunaður um að hafa kveikt í bíl Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl í Austurbænum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn einstaklingur handtekinn grunaður um að hafa kveikt í bílnum. Var hann færður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. 2.2.2021 06:28
Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. 1.2.2021 12:34
Víðir með skilaboð til sundlaugagesta: „Algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi. 1.2.2021 11:49
„Getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar hvort hægt sé að slaka fyrr á samkomutakmörkunum en gildistími núverandi reglugerðar segir til um sem er 17. febrúar. 1.2.2021 08:43
Ekki miklar breytingar í veðrinu Það er ekki útlit fyrir miklar breytingar í veðrinu eftir hæglætis veður um helgina og bjarta daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 1.2.2021 06:51
Jarðskjálfti nærri Grindavík Í nótt klukkan 01:26 varð jarðskjálfti 2,6 að stærð 3,2 kílómetra norðaustur af Grindavík. 1.2.2021 06:33
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29.1.2021 15:21
Enginn greindist með veiruna innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 29.1.2021 10:56