Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 15:21 Samherji kærði nokkra starfsmenn Seðlabankans, þáverandi og fyrrverandi, til lögreglu árið 2019. Vísir/Egill Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum. Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum.
Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent