varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bensínbrúsar inni í í­búðinni

Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða.

Mögu­leg íkveikja til rann­sóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager

Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Verk­efnið bara hel­tekur okkur“

Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi.

Þjónusta hjálparsímans tryggð

Rekstur hjálparsíma Rauða krossins 1717 hefur verið tryggður með tuttugu og fimm milljóna króna styrk frá þremur ráðuneytum.

Mann­skæður elds­voði, garður ofan á Sæ­braut og sviðakjammakaka

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Sprenging varð inni í kjallaraíbúð en eldsupptök eru enn óþekkt. Við sjáum myndir frá vettvangi og ræðum við slökkvilið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Neyðar­að­stoð í gíslingu, ó­vænt á­kvörðun og ærandi spenna

Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Smáskjálftahrina á Reykja­nes­skaga

Smáskjálftahrina reið yfir milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells nú síðdegis. Um þrjátíu skjálftar mældist á svæðinu á rúmri klukkustund.

Sjá meira