Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Stígamót sjá fram á hallarekstur og tóma varasjóði á þessu ári og uppsagnir eru að óbreyttu fram undan að sögn talskonu samtakanna. Á sama tíma er viðvarandi biðlisti eftir þjónustu. 27.1.2026 12:08
Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í brunanum. Við verðum í beinni frá Reykjanesbæ í kvöldfréttum og ræðum við slökkviliðsstjóra. 26.1.2026 18:02
Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Hátt í eitt þúsund sóttu um að komast í áheyrnaprufu sem Íslenski dansflokkurinn auglýsti. Listdansstjóri segir fjölda umsókna langt um fram það sem áður hefur sést og til marks um velgengni flokksins á alþjóðavísu. 25.1.2026 16:15
Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð. 25.1.2026 15:23
Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Algengast er að uppkomin börn beiti foreldra sína ofbeldi og teymisstýra segir fólk gjarnan óttast að kæra. Í Bjarkarhlíð sé þó hægt að gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks. 24.1.2026 14:34
Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Formaður Viðreisnar segist vonsvikin vegna máls þingmanns flokksins sem játar að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið á Vísi. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum og ræðum meðal annars við talskonu Stígamóta, sem segir afsögn hafa verið eina valkostinn. 16.1.2026 18:03
Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Viðbúnaður hefur verið aukinn á Grænlandi og rætt er um gjörbreyttar aðstæður í öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum. Utanríkisráðherra fundaði í dag með fulltrúa bandaríska sendiráðsins hér á landi. Við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum. 15.1.2026 18:03
Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Honum er gefið að sök að hafa veist að ungri konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023. Brotið getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. 15.1.2026 14:18
Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna auk varaforseta Bandaríkjanna funduðu í Washington í dag um framtíð Grænlands. Fundinum lauk síðdegis og í kvöldfréttum verður farið yfir allt það helsta. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem fólk hefur mótmælt hótunum Bandaríkjamanna við bandaríska sendiráðið. 14.1.2026 18:10
Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Grænlendingar velja Danmörku fram yfir Bandaríkin, segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sem var með skýr skilaboð á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Danir, Grænlendingar og Bandaríkjamenn funda í Washington á morgun og við verðum í beinni frá Kaupamannahöfn í kvöldfréttum og förum yfir málið. 13.1.2026 18:04