varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Graf­alvar­leg staða í Dan­mörku, trampólínlægð og hundaflaut

Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið.

Brennu­vargur gengur laus, stórfjölgun krabba­meina og í beinni frá Köben

Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum.

Löng bið eftir að nauðgari hefji af­plánun og betlmenning

Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni.

Inga á móti neitunar­valdi sveitar­fé­laga

Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar

Ó­form­legar verk­falls­að­gerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar

Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sérfræðing sem skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála.

Stefán Einar og Sig­mar ræða skautun í kjöl­far voðaverks

Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins.

Fjár­lögin lit­laus líkt og hann sjálfur

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur.

Sjá meira