Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tískudrottning og frétta­maður eiga vona á stúlku

Eva Katrín Baldursdóttir, annar eigandi tískuvöruverslunarinnar Andrá, og Ragnar Jón Hrólfsson fréttamaður á Rúv eiga vona á sínu öðru barni í sumar. Eva deilir gleðifréttunum með fallegri myndafærslu á samfélagmiðlum.

„Ég er að verða afi í ágúst“

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur, hlaðvarpsstjarna, er að verða afi lok sumars og segist yfir sig spenntur fyrir komandi hlutverki. Hann greinir frá gleðitíðinudum í hlaðvarpsþætti Hæ Hæ sem er í umsjón hans og Helga Jean Claessen.

Vorið vaknar: Rand­ver í Mínígarðinum og Dagur B. á Röntgen

Eftir enn annan langan íslenskan vetur er loksins vor í lofti. Það sést á mannlífinu því hlutirnir eru aftur farnir að gerast og skemmtilegt fólk skemmtir sér úti um allt land langt fram á nætur. Þannig létu sjálf forsetahjónin þau Guðni og Eliza sig meðal annars ekki vanta í Hörpunni um helgina.

Sættir sig við að vera bara Berg­lind eftir gjald­þrotið

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, upplifði sinn mesta ótta þegar félag hennar GRGS ehf, sem hélt utan um eitt vinsælasta matarblogg landsins, Gulur, rauður, grænn og salt, var sett í gjaldþrot í fyrra. 

Segir annað fólk verst fyrir tauga­kerfið

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir samskipti okkar við annað fólk hafa áhrif á taugakerfið, á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ragga deilir reglulega hreinskilnum pistlum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl.

Ein­föld og fal­leg fermingargreiðsla

Rakel María Hjaltadóttir hársnyrtir, förðunarfræðingur og ofurskvísa sýnir okkur hvernig má töfra fram einfalda hárgreiðslu fyrir fermingardaginn án mikillar fyrirhafnar.

„Við erum með ansi mis­munandi hæfi­leika“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði einlæga færslu á Facebook um hjónaband hennar og Gunnars Sigvaldasonar í tilefni af 46 ára afmæli hans. Hjónin kynntust fyrir tæpum tuttugu árum.

Vor í lofti í vorpartíi Icelandair

Vorboðinn ljúfi mætti í Laugardalshöllina síðastliðið laugardagskvöld þegar rúmlega 2000 manns mættu í vorpartí flugfélagsins Icelandair. 

Marinn eftir gest á árs­há­tíð Hafnar­fjarðar

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, lenti í því leiðinlega atviki síðastliðið laugardagskvöld að gestur á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar henti nikótíndollu í hausinn á honum. Gauti fékk kúlu og mar eftir höggið. 

Sjá meira