Fordæmalaus notkun á orðinu fordæmalaus í faraldrinum Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina 30.4.2020 11:54
Thom Yorke frumflutti nýklárað lag úr kjallaranum heima Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. 30.4.2020 10:17
Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30.4.2020 09:18
Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. 28.4.2020 16:00
Fötin reyndust hafa verið skilin eftir af sjósullandi drengjum Engin ástæða er til að hafa áhyggjur vegna sjóblauts fatnaðar sem fannst við höfnina í Þorlákshöfn í dag. Drengir sem voru að sulla í fjörunni höfðu skilið þau eftir í gærkvöldi. 28.4.2020 14:57
Enginn lengur á gjörgæslu með Covid-19 Þau tímamót urðu í morgun að nú liggur enginn inni á gjörgæslu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Sá síðasti var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun. 28.4.2020 14:16
Hefja leit við Þorlákshöfn vegna sjóblauts fatnaðar Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn. Sjóblautur fatnaður fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót. 28.4.2020 13:04
„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“ „Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. 28.4.2020 12:09
Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar og segist taka við afsökunarbeiðni á fimmtudögum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 28.4.2020 10:52
Kári segir Bretum að veiran hafi „mjög snemma“ verið útbreidd þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé ljóst að kórónuveiran hafi verið útbreidd í Bretlandi mjög snemma í faraldrinum sem henni hefur fylgt. 28.4.2020 08:47