Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi

Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna.

Brad Pitt uppfyllti ósk hins bandaríska Þórólfs í SNL

Yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, sem gegnir sambærilegu hlutverki í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir gerir hér á landi, er orðin að óvæntri stjörnu í Bandaríkjunum.

Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri

Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana.

Stýrir bæjarstjórnarfundum frá eldhúsborðinu

Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar.

Blómasala í miklum blóma þvert á væntingar

Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma.

„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“

Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur.

Sjá meira