Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air

Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.

Stafræn biðskýli að spretta upp

Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni.

Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi

Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars

Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.

Sjá meira