Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5.8.2019 08:00
Brekkusöngurinn 2019 í heild sinni: Ingó veðurguð tryllti lýðinn í brekkunni Mikil stemning var í Herjólfsdal á lokakvöldi Þjóðhátíðar í fínasta veðri í gærkvöldi. Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, leiddi sönginn líkt og undanfarin ár við mikinn fögnuð viðstaddra. 5.8.2019 07:30
Hjólbarði losnaði undan fellihýsi og lenti framan á bíl Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um 60 mál komu inn á borð lögreglu frá því klukkan 19 í gær til klukkan 5 í nótt. 5.8.2019 07:08
Víkurskarði lokað um tíma eftir að kviknaði í fellihýsi á ferð Loka þurfti fyrir umferð um Víkurskarð eftir að eldur kom upp í fellihýsi í eftirdragi í morgun. Líklegt er að kviknað hafi í út frá bremsubúnaði. 1.8.2019 13:59
Leita að líki breskrar konu sem opnaði dyrnar á flugvél og féll út Lögreglan í Madagaskar leitar nú að líki hinnar 19 ára gömlu Alana Cutland, breskum háskólanema sem lést eftir að hún opnaði dyrnar á lítilli flugvél og féll útbyrðis, stuttu eftir flugtak. 1.8.2019 13:36
Konur meirihluti forstöðumannanna tvíhliða sendiskrifstofa í fyrsta sinn Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust. 1.8.2019 12:51
"Þjóðvegurinn er dálítið eins og dansgólf“ "Við erum með stóra bíla, við erum litla bíla, við erum með mótorhjól. Við erum með bíla með hjólhýsi, við erum með reiðhjólamenn. Allir eru að nota sama dansgólf og það er ekkert stórt. Það þurfa allir sitt pláss. “ 1.8.2019 11:00
Játar að hafa myrt áhrifavaldinn sem fannst í ferðatösku 33 ára gamall karlmaður sem handtekinn var í gær grunaður um morðið á rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni og lækninum Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu í Moskvu í síðustu viku hefur játað að hafa myrt Karaglanovu. 1.8.2019 09:05
Afar sjaldgæfur gestur á Vatnsnesi Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. 31.7.2019 15:30
Grunaður um að hafa rænt verðmætu úri vopnaður eftirlíkingu af skammbyssu Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking. 31.7.2019 14:53
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent