Erlent

Játar að hafa myrt áhrifavaldinn sem fannst í ferðatösku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hin 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu.
Hin 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu. Instagram
33 ára gamall karlmaður sem handtekinn var í gær grunaður um morðið á rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni og lækninum Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu í Moskvu í síðustu viku hefur játað að hafa myrt Karaglanovu. Lík hennar fannst illa leikið í ferðatösku.

Í frétt BBC segirað karlmaðurinn, maður að nafni Maxim Gareev, hafi játað að hafa stungið Karaglanovu minnst fimm sinnum í hálsinn og brjóstkassann. Í frétt BBC ervitnað í myndband sem yfirvöld í Rússlandi hafa birt þarsem Gareev segist hafa orðið æfur að reiði eftir að Karaglanovu „móðgaði og lítillækkaði“ hann. Hann hafi ekki getað þolað það.

Svo virðist sem aðGareevog Karaglanovu hafi á einhverjum tímapunkti verið í sambandi en fjölmiðlar í Rússlandi hafa greint frá því að Karaglanovu hafi nýverið byrjað í nýju sambandi með öðrum manni og hafi stefnt á það að fagna afmæli sínu í Hollandi, þann 30. júlí síðastliðinn.

Lögregla hafði áður gefið út að mögulegt væri að afbrýðisamur fyrrverandi kærasti gæti verið ábyrgur fyrir morðinu því til hans hafi sést á eftirlitsmyndavélum nokkrum dögum fyrir hvarf Karaglanovu.

Lík hennar fannst eftir að lögreglan í Rússlandi fékk leyfi frá leigusala Karaglanovu til að fara inn í íbúðina eftir að áhyggjufull fjölskylda hennar tilkynnti um hvarfið. Það var þá sem lögreglan kom að líki Karaglanovu sem ódæðismaðurinn hafði komið fyrirí ferðatösku og skilið eftir úti á gangi.

Karaglanova var með 85.000 fylgjendur á Instagram og hafði nýlega útskrifast sem læknir með sérhæfingu í húðlækningum. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli í heimalandi sínu því hún þykir nauðalík bresku leikkonunni Audrey Hepburn en Karaglanova birti sjálf nokkrar myndir af Hepburn á Instagram.


Tengdar fréttir

Einn handtekinn grunaður um hrottalegt morð á áhrifavaldi

Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í Rússlandi kom fram að einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu á laugardag. Árásarmaðurinn hafði skorið hana á háls og stungið hana ítrekað með eggvopni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×