Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20.5.2019 17:36
Lögreglustöðin á Akureyri sprungin Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. 19.5.2019 13:45
Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. 15.5.2019 15:11
Öryggisveikleikinn í WhatsApp nýttur til nútímalegrar vopnaframleiðslu Alvarlegi öryggisveikleikinn sem uppgötvast hefur í WhatsApp-samskiptaforritinu var notaður til þess að búa til vopn svo njósna mætti um notendur forritsins. Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að um sé að ræða nútímalega vopnaframleiðslu sem sé helst nýtt af leyniþjónustum eða sambærilegum ríkisstofnunum. Hann segir ólíklegt að almenningur þurfi að óttast að verða fyrir árás vegna veikleikans en mikilvægt sé að hafa í huga að möguleikinn sé fyrir hendi. 15.5.2019 14:15
Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. 15.5.2019 10:16
Sveiflaði öxi í átt að lögreglumönnum og hjó ítrekað í lögreglubíl Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum, tilraunar til sérlegra hættulegrar líkamsárásar og eignaspjöll. Maðurinn ógnaði lögreglumönnum með öxi og skemmdi lögreglubíl þeirra. 14.5.2019 14:30
Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14.5.2019 13:22
Ríkið mun þurfa að greiða um 700 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál. 14.5.2019 11:30
Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14.5.2019 10:24
Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. 13.5.2019 14:41
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent