Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi. 13.5.2019 14:00
37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. 13.5.2019 11:17
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13.5.2019 10:35
Kuldinn bítur ekki á brimbrettakappa við Íslandsstrendur Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. 12.5.2019 10:30
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9.5.2019 16:05
Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. 9.5.2019 14:22
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9.5.2019 12:00
Ekki jafn mikil ánægja með síðustu þáttaröðina af Game of Thrones Ef eitthvað er að marka einkunnagjöf kvikmynda- og sjónvarpsþáttaáhugamanna á vefnum IMDB er ekki jafn mikil ánægja með fyrstu þættina í áttundu og síðustu þáttaröð ofurvinsælu Game of Thrones og fyrri þætti þáttanna vinsælu. 9.5.2019 10:51
Gætu átt von á ógreiddum launum í júlí Starfsmenn WOW Air sem misstu vinnuna við gjaldþrot flugfélagsins gæti átt von á því að fá greitt úr ábyrgðasjóði launa í júlí. 9.5.2019 10:45
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8.5.2019 13:39
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent