Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.

37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot

Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir.

Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia

Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.

Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu

Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið.

Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“

"Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári.

Sjá meira