Umferðareftirlitið á Reykjanesbrautinni bar árangur Umferðarefirlit lögreglunnar á Suðurnesjum á Reykjanesbrautinni í morgun virðist hafa borið ágætan árangur ef marka má uppfærslu lögreglunnar á Facebook-síðu hennar. 2.3.2019 17:50
Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1.3.2019 20:30
Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28.2.2019 23:34
Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28.2.2019 22:51
Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28.2.2019 21:14
Akurnesingar vilja hýsa fyrirhugaða stofnun um þjóðgarða Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á umhverfisráðherra að höfuðstöðvar fyrirhugaðar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði verði staðsettar á Akranesi. 28.2.2019 20:59
Kauptilboð dótturfélags Icelandair í Cabo Verde Airlines samþykkt Kauptilboð Loftleiða Icelandic á 51 prósenta hluta í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum verið samþykkt. Undirritun kaupsamningsins fer fram á morgun. 28.2.2019 20:15
Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28.2.2019 19:45
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28.2.2019 17:59
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27.2.2019 23:30