Chrysler-byggingin sögufræga til sölu Hinn sögufræga Chrysler-bygging í New York í Bandaríkjunum er til sölu eins og hún leggur sig. Byggingin, sem er 318,9 metra há, var hæsta bygging heims um skamma hríð á fjórða áratug síðustu aldar. 9.1.2019 15:20
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9.1.2019 13:43
„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9.1.2019 11:00
„Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7.1.2019 16:30
Sjö látist í miklu fannfergi í Ölpunum Minnst sjö létust um helgina eftir mikið fannfergi í Alpafjöllum í Evrópu. Mikil hætta er á snjóflóðum í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu. 7.1.2019 15:32
Hætta skapaðist við ráðhúsið í Þorlákshöfn Eldur kom upp í ruslatunni við ráðhús Ölfusar í Þorlákshöfn rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hætta var á að eldurinn næði að læsa sér í húsið. 7.1.2019 14:30
Að bugast undan álagi að sjá um óvænt Banksy-verk Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar. 7.1.2019 13:50
Táningur yfirheyrður í Þýskalandi vegna gagnalekans Nítján ára gamall karlmaður hefur verið yfirheyrður af lögreglu í tengslum við umfangsmikinn gagnaleka þar sem persónuupplýsingum þýskra stjórnmálamanna voru birtar á netinu. 7.1.2019 12:30
Setti upp keppni til að slá við stráknum sem vildi naggana Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. 7.1.2019 11:09
Skordýr mögulega sökudólgarnir í „hljóðárásunum“ Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. 7.1.2019 09:56
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent