Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áminning Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, frá trúnaðarnefnd flokksins er á næstefsta stigi í verklagsreglum nefndarinnar. 8.12.2018 18:00
Assange hafnar samkomulaginu Lögfræðingur Julian Assange hefur fyrir hönd skjólstæðings síns hafnað samkomulagi sem yfirvöld í Ekvador tilkynntu í dag að náðst hafi við yfirvöld í Bretlandi um að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna. 6.12.2018 23:46
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6.12.2018 23:15
Meiðandi slúðri um grunnskólabörn dreift á Instagram Dæmi eru um að meiðandi slúðri um þrettán til fjórtán ára gömul grunnskólabörn sé dreift á sérstökum slúðursíðum á Instagram. Fjölmargar slíkar síður eru til, misvirkar, en þó virðast þær ná til flestra landshluta hér á landi. Slúðrið er oftar en ekki af kynferðislegum toga. 6.12.2018 21:30
Nágrannar fengu lögbann á fyrirhugað vistheimili Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. 6.12.2018 18:54
Enn láta skemmdarvargar til skarar skríða í Kjarnaskógi Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína 6.12.2018 18:39
Áfram í varðhaldi vegna árásar á Akureyri Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps eftir að hafa stungið annan karlmann með hnífsblaði í krepptum hnefa á Akureyri í byrjun nóvember. 5.12.2018 23:33
„Smávægilega“ vélarbilunin rannsökuð sem alvarlegt flugatvik Vélarbilunin sem kom upp í vél WOW Air á leið til Baltimore þann 1. nóvember síðastliðinn og varð til þess að ákveðið var að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík er rannsökuð sem alvarlegt flugatvik. 5.12.2018 22:44
Bush eldri um eigin líkræðu: „Þetta er svolítið mikið um mig, Jon“ Skömmu áður en George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna lést, fékk hann að heyra líkræðuna sem sagnfræðingurinn Jon Meacham hafði samið um Bush og áformaði að flytja við jarðarför forsetans fyrrverandi sem haldin var i dag. Viðbrögðin voru óborganleg. 5.12.2018 22:20