Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28.2.2018 23:30
Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. 28.2.2018 22:40
Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28.2.2018 21:54
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28.2.2018 21:17
Ellen kom tárvotum Kimmel á óvart Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres kemur gestum sínum oft á óvart með hinum og þessum gjöfum þegar þeir mæta í þáttinn til hennar. Jimmy Kimmel, kollegi hennar, var engin undantekning. 28.2.2018 20:30
Stór verslunarkeðja hættir sölu á hríðskotabyssum Þá mun verslunarkeðjan einnig styðja umbætur á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna 28.2.2018 18:53
Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28.2.2018 17:05
Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum Gengi hlutabréfa allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum. 28.2.2018 16:30
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27.2.2018 23:30
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27.2.2018 22:28