Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 17:05 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér. Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28