Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli. 23.12.2024 16:33
Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Taktar félaganna Jared Goff og Jahmyr Gibbs í liði Detroit Lions í öruggum sigri liðsins á Chicago Bears í NFL-deildinni í gær hafa vakið töluverða lukku. Báðir féllu þeir viljandi við til að slá vörn Bjarnanna út af laginu, sem skilaði snertimarki. 23.12.2024 15:45
Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Skotinn Charlie Adam hefur verið látinn taka poka sinn hjá Fleetwood Town í ensku D-deildinni. Liðinu var ætlað upp um deild en á í töluverðum vandræðum. 23.12.2024 10:32
„Allt er svo erfitt“ „Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford. 23.12.2024 09:46
„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni. 21.12.2024 08:02
Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, er í þann mund að ráða Króatann Ivan Juric sem þjálfara. Hann þjálfaði síðast Roma á Ítalíu og gekk illa þar. 20.12.2024 14:15
Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar 20.12.2024 08:02
„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ „Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar. 19.12.2024 18:00
Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19.12.2024 11:15
Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, gerir ráð fyrir að nýr landsliðsþjálfari verði ekki ráðinn fyrr en eftir áramót. Enn eigi eftir að boða kandídata í viðtöl. 19.12.2024 10:02