Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Það eru tveir leikir eftir,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals. Hann gefur ekki upp alla von í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en til að sú barátta lifi þarf Víkingur að tapa stigum fyrir FH í kvöld. 5.10.2025 10:42
„Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu. 4.10.2025 22:54
Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, var að vonum ánægður eftir mikilvægan 3-2 sigur hans manna á Stjörnunni í Bestu deild karla á Hlíðarenda í kvöld. Hann vísar ómaklegri gagnrýni fótboltasérfræðinga á bug. 4.10.2025 22:40
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári. 4.10.2025 22:00
Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Það gekk á ýmsu undir lok botnslags KR og Aftureldingar í Bestu deild karla síðdegis. Þrjú mörk voru skoruð á 90. mínútu eða síðar og rautt spjald fór á loft. Leiknum lauk 2-2 og fóru bæði lið ósátt frá borði. 4.10.2025 16:58
Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Þetta er brilljant. Þetta mun líklega ekki komast inn fyrr en á morgun. En þetta er frábært,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, sem tryggði sér titilinn með sigri á Víkingi í kvöld. 3.10.2025 21:07
„Verðum nú að fagna þessu aðeins“ „Þetta er svo góð tilfinning. Þetta er súrrealískt,“ segir Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn í kjölfar sigurs á Víkingi í kvöld. 3.10.2025 20:53
Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 3-2 sigur á Víkingi í Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það þurfti þrjár tilraunir til en loks er það ljóst að Breiðablik ver titil sinn síðan í fyrra. 3.10.2025 19:55
Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Chelsea og Liverpool eigast við í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Leikurinn er klukkan 16:30 á morgun, laugardag. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp flottustu mörkin úr leikjum liðanna. 3.10.2025 16:31
Stólarnir fastir í München Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. 3.10.2025 13:30